T O P

  • By -

BadBoyBurgerton

Reyndar var ísland eitt af fáum löndum (ef ekki það eina) þar sem flest öll heimili höfðu a.m.k einn læsann einstakling. Bækur voru vinsælar, leikir, föndur og íslendingar voru, og eru en, mjög hrifin af sögum


[deleted]

Var mikið um bækur árið 1100?


[deleted]

Það skrifað á skinn, en við erum með nánast ekki með neinar heimildir um líf almennings frá þessum tíma. Íslendingabók Ara Fróða sem er okkar helsta heimild um Ísland á landnámsöld, fjallar ekki neitt um líf almennings.


shortdonjohn

Þakkað mótmælendatrúnni fyrir það. Kaþólska kirkjan sem kom hér uppúr 1.000 skrifaði ogurlegan fjölda af bókum sem voru flestallar brenndar þegar siðaskiptin voru. Drápum líka flesta munka. Lítið vitað um þetta þar til Steinunn Kristjansdottir rannsakaði þetta og skrifaði bókina Leitin að klaustrunum. Ein áhugaverðasta lesning um íslenska sögu sem ég hef lesið.


BadBoyBurgerton

Íslendingar voru sjálfir dálítið seinir að byrja að skrifa bækur. Þegar ísland var kaþólskt um 1000-1100 byrjaði fólk að nota latneska stafrófið (sama og við notum í dag) sem einfaldaði bókaskrif, því það er mun betra í langa texta en norskar rúnir, en jafnvel þá var erfitt og dýrt að framleiða bækur því þær voru gerðar úr kálfaskinnum, og það þurfti um 100 kálfa til að búa til eina bók. Upp úr 1200 urðu íslendingar þó ein mesta bókaþjóð norðurlandana og voru það lengi. Fyrir það hafa menn líklega lært að lesa latnesku í útlöndum og komið með bækur þaðan


[deleted]

Það fer eftir því hvað þú átt við með fornri tíð, það varð mikið lestrarátak í lok 18.aldar og byrjun 19.aldar sem varð til þess að nær allir íslendingar urðu læsir við fermingu. Svo er hin þekkta "kvöldvaka" sem ekki er vitað hversu gömul er, en þá safnaðst fólkið í sveitinni saman og hlustaði saman á upplestur á sögum, rímum og þess háttar. Svo eins og alltaf, þá var kynlíf líka mjög góð skemmtun, sérstaklega meðal fátæka fólksins.


remulean

Reyndar var Kynlíf mjög slæm skemmtun meðal fátæka fólksins af því að konur gátu fengið dauðadóm fyrir að eignast börn utan hjónabands og þú máttir ekki gifta þig án þess að eiga eigið býli. Þannig að eignalausa verkafólkið varð að gjöra svo vel að skemmta sér á "siðsamari" hátt. En það hefur eflaust ekki stoppað marga.


[deleted]

Ég gerði ritgerð síðasta haust um blóðskömm á Íslandi fyrir miðja 18.öld úr dómabók Markúsar Bergssonar. En hann dæmdi nokkra fátæklinga til dauða fyrir blóðskömm. Málin sem ég var að skrifa um, var m.a. maður sem átti barn með systur eiginkonu sinnar árið 1729. En aðal málsvörn þeirra var að þau vissu ekki að þetta væri ólöglegt, og málinu var svo vísað til konungs. Konungur náðaði þau og dæmdi þau oftast til þrælkunarvinnu sem var þó sjaldan framfylgt. Svo komu fleiri svipuð mál, þar sem fátæklingarnir héldu því fram að þau hefðu enga vitneskju um þetta væri bannað, og fengu yfirleitt miskunn fyrir það. En þetta þykir þó skrítið, þar sem sýslumaðurinn sjálfur, Markús Bergsson varð sjálfur til í svipuðum lausaleik. En á þessum tíma var mjög mikill munur á "Jóni eða Séra Jóni", og biskup leysti úr því máli án þess að einhver væri tekinn af lífi.


Einridi

Nú sel ég það ekki dýrara enn ég keypti það, enn var það ekki pínu leikur að hafa mjög þungar refsingar við mörgu og láta konung svo milda flesta dóma. Þannig gat konungur litið vel út enn á sama tíma var alltaf möguleiki að losa sig við óæskilegt fólk með því einu að milda ekki þeirra dóma.


plausiblydead

Hafa helstu afþreyingar Íslendinga breyst svo mikið í aldanna rás? Höfum við ekki alltaf verið kneyfað ölið ötullega og iðkað bólfimi af miklum móð?


Fallout82

höggva mann og annann


dr-Funk_Eye

Að semja ljóð og flytja. Þetta veltur líka á árstíma. Á veturna þegar það voru færri búverk sem þurfti að sinna þá fór fólk á skauta, spilaði knatleiki á frostnum vötnum og tjörnum. Á sumrin á milli sauðburðar og sláttu voru þing.  Það var glíma, ljóð, sögur, söngur og dans.   Eflaust spilaði handverk af flestum toga stórt hlutverk hjá öllum.  Útreiðar, heimssóknir, veiðar og messur voru algeng dægradvöl. Hjá börnum voru eflaust allskonar leikir sem ekki hafa erfst til okkar þó eflaust myndum við kannast við þá ef við gætum kíkt til baka. Svo voru léku þau með leggi og horn sem einhver okkar hafa gert líka. Svo er það ákveðin list að geta látið sér leiðast til dæmis sem smaladrengur að horfa á rollur éta gras.


AnunnakiResetButton

Gefa og þiggja barsmíðar.


IceNipples

Eins og aðrir hafa nefnt hér þá voru kvöldvökur og sögusagnir vinsælt afþreyingarefni og fer það ekki á milli mála að Íslendingasögurnar hafi gengið manna á milli áður en þær voru nokkur tíma skrifaðar niður. Fólk hefur einnig kveðið kvæði sér og öðrum til skemmtunar. Í Íslendingasögunum má einnig sjá að fólk dansaði sér til skemmtunar. Aðalheiður Guðmundsdóttir skrifaði góða grein í tímaritinu sögu [um dansmenningu fyrri alda.](https://timarit.is/page/7004075#page/n101/mode/2up) Íþróttir voru einnig iðkaðar, t.d. knattleikur og glíma. Gísli Sigurðsson skrifaði [grein](https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1913) vísindavefnum sem fjallar einmitt um þetta.


Snalme

Það er hægt að skemmta sér lengi með söng og dansi, sögum, spilum og alltaf þörf á að búa til fleiri sokka og vettlinga. Svo líka bara spjall og samvera. En oft hafa dagsverkin verið meira en nóg til að fylla upp í daginn, þetta var enginn 8 tíma vinnudagur og líkamlega mjög erfið vinna svo ég hugsa að oftast hafi ekki verið mikil þörf á dægrastyttingu.


[deleted]

Mér sýnist enginn búinn að segja þetta: Kynlíf. Miðað við hvað það tekur almennt margar tilraunir fyrir par að getnaður verði hlýtur fólk að hafa verið eins og kanínur til að eignast öll þessi börn.


Reasonable-Manner-16

Börn lèku sèr með legg, skel og völur (völuskrín). Men og drengir tálguðu úr rekavið, aska, borðbúnað og annað slíkt. Konur og telpur kembdu og spunnu ull og vófu úr því klæð, unnu skinn skó úr roði og kindaleðri. Eldra fólk sá um skemmtiefni á meðan sagði sögur, söng, kvað rímur, fór með ættar tal, slúðrað um nágrannana.


Vikivaki

u/ilta_ þú ert fróður um skemmtanamenningu fyrri alda. Eða það sem við höldum að gæti hafa verið í gangi.


ilta_

Við vitum raunverulega alveg ofboðslega lítið um þetta tímabil 1100-1300. Eiginlega allt sem fólk í víkinga-reenactment senunni eru að gera er fabúleraður uppspuni byggður á rómantískum hugmyndum um fjarlæga fortíð. Ef við skoðum sögurnar þá kemur eiginlega ekkert fram um dægrastyttingar eða lífið almennt. Ég viðurkenni þó að ég er ekki vel að mér í fornleifafræði - það gætu vel leynst heimildir í munum sem hægt er að nota til að gefa mynd á fortíðina. Það má gera ráð fyrir að hugmyndin um dægrastyttingu hafi ekki verið sú sama og í dag. Það hefur varla verið dægrastytting að vinna nauðsynleg húsverk eins og að framleiða föt og vefa. Við vitum að kveðskaparlistin var mikils metin og kenningar eru á lofti um leiklist á þessum tíma. Sagnamennska hefur verið einkennandi en sama hvernig ég horfi á söguna og heimildirnar sem við höfum finnst mér ég alltaf bara stara á þá staðreynd að við vitum svo ofboðslega lítið um þetta allt. Auðvitað má áætla að fólk hafi dansað, teiknað, skorið út og gert allt mögulegt sér til skemmtunar en það er svo fátt sem við getum vitað með vissu.


saurbjuga

Sofa.


Comar31

Spá í mosa


icejedi

Drepa...


ulfhedinnnnn

Það drakk áfengi og tjillaði í laugum. Lítið hefur breyst.