T O P

  • By -

Saurlifi

Er eitthvað sem þegnar landsins geta gert? • Kjósa virkar ekki • Mótmæla virkar ekki • Undirskriftalistar virka ekki • Þræðir á reddit virka ekki • Níðstangir virka ekki Hvað skal gert?


-Stripmaster-

Blóðuga byltingu.


BunchaFukinElephants

Og hvað svo?


-Stripmaster-

¯\_(ツ)_/¯


BunchaFukinElephants

Geggjað plan. Gerum þig að leiðtoga landsins


-Stripmaster-

Guð nei ! Ég er upptekinn að öðru.


webzu19

> • Níðstangir virka ekki Bíddu hvenær reyndum við Níðstangir?


askur

Það hefur gerst þónokkuð oftar en maður myndi halda. [2007 - Níðstöng reist gegn Alþingi](https://www.visir.is/g/200771110024/nidstong-reist-gegn-althingi) [2014 - New Níðstöng in Reykjavik](https://www.facebook.com/norsemythology/photos/a.130109523685391/861606567202346/) [2020 - Níðstöng reist gegn Alþingi](https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/04/03/nidstong_reist_gegn_althingi/)


webzu19

Forvitnilegt, takk fyrir þetta


Gudveikur

Ef að þú leitar í gegnum [timarit.is](http://timarit.is) þá sérðu að það hefur verið reynt nokkrum sinnum í gegnum tíðina.


Technical_Fee7337

Mótmæli eins og Frakkarnir.


askur

Hvað villtu gera? Hvað er skynsöm leið til að búa til hvata til að ná þeim breytingum fram. Ef þú hefur mestar áhyggjur af húsnæðismálum, eða bara svona almennt af framtíð barna þinna, þá er það að kjósa á fjögurra ára fresta ekki nóg. Þú veist það líka af því þú hefur reynt það svo oft. Það er ekki nægur þrýstingur nema þegar lýðræðið er heilbrigt, og samkeppni ríkir á milli flokkanna - það er ekki ástandið. Mótmælin sem við höfum haldið hingað til eru mjög aum - það er ástæða fyrir að þetta virkaði 2009 og það er hægt að rýna í þá staðreynd. Það stendur engum nein ógn af þessum fjölskyldumótmælum sem við höfum verið að boða til. Við bókstaflega rífumst okkar á milli ef einhver stingur upp á því að mótmæla eitthvað öðruvísi. Það var nú nýlega hópur af fólki að klappa fyrir því að ungir sósíalistar hefðu verið bundir saman fyrir framan Bessastaði. Mótmæli virka ekki nema þau séu skipulögð til að virka. Hin þrjú atriðin hafa bara aldrei verið partur af neinni nálgun sem nær að tala til valds sem vill ekki hlusta á þig svo það þarf ekkert að tala um þau. Við erum ekki fyrsta landið til að upplifa lýðræðislegt bakslag. Það er nóg af skrifum um hvernig hægt er að skipuleggja hlutina betur, en fyrsta skrefið er að læra hvað samstaða er og fatta að ef við viljum breyta einhverju þurufm við að eyða kröftunum í að breyta einhverju en ekki að eyða þeim í að rífast við annað fólk sem vill breyta einhverju örðu. Leyfum því frekar að vera í friði að vinna í sínum breytingum, markmiðið eru breytingar og allt sem breytir einhverju auðveldar frekari breytingu með því að brjóta niður stöðnunina. Ekki eyða kröftum þínum í að níða niður baráttu annara - notaður krafta þína í þína baráttu. Beindu baráttunni upp á við, ekki niður til þeirra sem geta engu breytt. Næsta skref er að gera upp við sig hvort við viljum raunverulegar breytingar. Fólk talar mikið um breytingar, en talar síðan mjög mikið niður til allra þeirra sem tala um breytingar. Ég er til dæmis byrjaður að spryja fólk hverra breytinga það raunverulega býst við frá komandi ríkisstjórn Kristúnar Frostadóttur. Ef fólk ætlar bara að kjósa Kristrúnu, og sjá hvað gerist frekar en að vita hvað það ætlast til að gerist og hvað það mun gera ef það er svikið - þá þarf það fólk að byrja að lesa þessi skilaboð frá grunni. Þetta verður aldrei auðvelt - þú ert að byðja um breytingar frá fólki sem hefur öll völd til að neita þér þær, og engan hvata til að veita þér þær. Sá hvati verður ekki búinn til nema með leiðum sem við könnuðum eilítið árið 2008 - en voru sjáanlega ekki nóg. Svo við þurfum allavegna meira af því, og kröftugara... en það er langt frá því að vera ástandið.


Proud-Surprise9587

Ég er svo gott sem sammála öllu sem þú segir, ég velti samt fyrir mér hvort að staðreyndin sé ekki sú að almennt séð, þá hafa íslendingar það bara ágætt. Ég veit að ég á í hættu að verða flengdur að halda því fram enda vantar ekki þræði eða athugasemdir hvað ísland er ömurlegt en á einhverjum tímapunkti eða lágpunkti hlýtur það að vera að fólk dregur línuna í sandinn en svo virðist sem að meirihluti almennings sé bara ekki á þeim stað... og á pantaða ferð til tene í næstu viku.


askur

Ef þú þekkir ekki fólk hérna sem hefur það skítt, og á enga framtíð hérna annað en að strita fyrir framtíð annara - þá ætla ég ekkert að erfa það við þig. En þetta fólk er til - og það að þú þekkir það ekki gerir það ekki ekki-til. Ég veit ekki hvort þú vildir draga tilvist þeirra í efa - en samkennd og samstaða skiptir fólk í ömurlegum aðstæðum svo miklu máli að ég verð að taka þetta skýrt fram <3


Proud-Surprise9587

Alls ekki. Ég sagði þess vegna almennt séð en með því er ég að segja að meirihluti hefur það næginlega gott til þess að sjá ekki þörfina fyrir því að kalla eftir breytingum. Það er hægt að draga þá ályktun að ég sé því sömuleiðis að segja að þessi hópur fólks sé í minnihlutahóp en það getur vel verið að það sé rangt hjá mér. Ekki taka þessu samt þannig að ég sé mótfallinn því að sýna samkennd og samstöðu með þeim sem eiga lítið milli handana. Ég er ekki að fullyrða að það sé svo gott á Íslandi að það geti ekki verið að til sé hópur af fólki sem á lítið milli handana.


askur

Það er gott að heyra. Ég miða sjálfur alltaf frammistöðu þjóðfélaga við þá sem verst hafa það, af því mörg þjóðfélög byggja lúxus þeirra sem hafa það fínt á herðum þeirra sem hafa það verst. En það eru til eins margar aðferðir til að meta gildi kerfa og það eru til rassgöt í þessum heimi.. hver til síns og þannig.


BunchaFukinElephants

Hver er krafan? Meira af húsnæði á verði sem fólk ræður við? Ég held að hluta af vandanum sé að kröfur mótmælenda eru oft svo óskýrar.


[deleted]

Viðráðanlegt fasteigna og leiguverð er ekki obscure krafa. Staður til að lifa á er ekki obscure krafa. Afhverju er barist um íbúðir á íslandi en ekki á hinum Norðurlöndunum? Vegna þess að þar hafa stjórnvöld tekið skref til þess að passa að allir í landinu hafi stað til að búa á.


BunchaFukinElephants

Er ekki barist um íbúðir á hinum Norðurlöndunum? Hefur þú séð hvernig ástandið er í Kaupmannahöfn? [Nánast ógjörningur að fá íbúð þar.](https://www.dr.dk/nyheder/webfeature/boligmarkedet) Sama uppi á teningnum í mörgum stórborgum í Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta er langt frá því að vera séríslenskt vandamál.


stofugluggi

íslendingar halda alltaf að sín vandamál séu séríslensk


[deleted]

Það er offramboð á íbúðum í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi edit: flott að downvotea þetta, það er satt.


askur

Íslendingar hafa alltaf verið sjálfum sér verstir, og eru alveg fáranlega þverir í að taka við bótum á eigin aðstæðum. Það er næstum eins og fólk upplifi það að bæta sig og aðstæður sínar sem einhverja móðgun við fyrri upplifanir, og það að verja heiður þessara upplifana skipti meira máli en að betra eigin aðstæður. Þegar ég var ungur sagði amma mín mér sögu af fógeta í einhverjum landshluta sem giftist danskri konu sem flutti hingað til lands. Hún kom með hinar ýmsu matjurtir með sér vitandi að á Íslandi væri aðallega ræktað bygg og rófur, og hún vildi aðrað matjurtir til að bragðbæta matinn sinn. Nágrannar hennar brugðist við þeirri móðgun með að skemma þennan garð reglulega, og dreifa sögusögnum um sýsluna þess eðlis að hún væri norn. Ég veit ekki hvort að stakt orð af þessu er satt, en miðað við hvað Íslendingar eru tregir að taka við uppbyggilegri gagnrýnni sem gæti betrað aðstæður allra hérna ef hún fengi betri hljórmgrunn, þá er þetta allavegna gagnleg dæmisaga.


[deleted]

Íslendingar þurfa bara að vera duglegri við að kenna stjórnvöldum um allt sem er ömurlegt hérna. Það er vinna stjórnvalda að laga það sem er að.


askur

Jebb. Berja upp, ekki niður. Eyðum alveg svakalegri orku í að rífast við fólk sem getur engu breytt. Eyðum svakalegri orku í að berjast á móti breytingum annara. Eigum bara mjög erfitt með samstöðu gagnvart yfirvöldum - mjög þýðlynd þjóð.


BunchaFukinElephants

Ég downvote'aði þig ekki for the record. Almennt er trendið í stórum borgum um allan heim að þar er skortur á húsnæði og yfirvöld hafa ekki undan að byggja nýtt húsnæði. Sjá t.d: https://www.lemonde.fr/en/economy/article/2024/03/14/why-europe-s-housing-crisis-is-taking-hold_6616974_19.html "From Sweden to Spain, via the Netherlands and Greece, inadequate construction rates and excessive tourism have accentuated the housing shortage, while prices remain high"


[deleted]

É er að tala um Stokkhólm, Helsinki og svo framvegis... Aðstæður fyrir leigjendur eru bara mikið betri. Ég bý sjálfur í Helsinki, í miðbænum. Núna eru 2 lausar íbúðir í húsinu sem ég bý í, báðar í kring um 65 fermetrar, leiguverð er í kring um 1000 - 1300€ í þessu hverfi. Íbúðirnar eru nýuppgerðar og það er húsvörður í fullri vinnu við að sjá um húsið sem býr í húsinu. Ég þekki engann hérna sem hefur lent í veseni með að finna sér íbúð, sumir skipta jafnvel um íbúð með mjög stuttum fyrirvara bara upp á þægindi vegna þess að þau vilja kanski búa nær vinnunni eða þessháttar, sá lúxus hefur ekki tíðkast í Reykjavík í mörg ár. Málið er að það er verið að byggja ný hverfi í þessum borgum í sífellu. í öllum hverfum er þjónusta í göngufæri og það þykir sjálfsagt. Það þarf ekki allt að vera ömurlegt varðandi leigu og fasteignamarkað eins og á Íslandi, það þarf bara að byggja ný hverfi í reykjavík og bæta samgöngur og þjónustu.


BunchaFukinElephants

Já ég er sammála þér. Það er ekkert náttúrulögmál að þessi mál þurfi að vera með þessum hætti. Ég er bara að benda á að almenna trendið í þessum efnum í stórum borgum er ekki á þá leið að þar sé offramboð af eignum. Að láta eins og þetta sé eitthvað séríslenskt vandamál finnst mér svo mikil einföldun.


[deleted]

Ég veit að þetta er ekki séríslenskt. En ástandið á íslandi er á allan hátt íslenskum stjórnvöldum að kenna. Það er algjört aðgerðaleysi og það mun bara versna ef ekkert verður gert. Það er ekki hægt að kenna markaðinum um þetta þegar að stefna stjórnvalda hefur verið að láta markaðinn um þetta.


Butgut_Maximus

Kröfurnar eru náttúrulega bara sð við viljum hafa það betra!


DTATDM

Build more housing


11MHz

Höfum við prófað að byggja meira?


Temporary_Giraffe685

Eina sem þú getur stjórnað ert þú sjálfur


siggiarabi

Herma eftir frökkum


Ziu

Flytja þessar bílasölur upp á Höfða á annan stað, mér finnst alveg glórulaust að dýrmætt land sé haft undir bílasölur sem allar eru með bíla skráða á netinu.


Kjartanski

Eða í stað þess að byggja tvisvar að byggja nytt íbúðarland á ósnertu landi og bæta almenningssamgöngur þannig að það sé raunhæft að búa í Mosfellsdal


11MHz

Eða byggja þéttar svo það þurfi ekki að ferðast hálft landið fram og til baka a hverjum degi eða oft á dag.


Kjartanski

Eða það


GoldMedalist

Sammála þessu


ButterscotchFancy912

Flytja inn einingahús 60.000 stk á 4 árum. Nóg af lóðum í stóru landi. Hvar er kjarkurinn til að leysa vandann? Verkalýðshreyfing og ASI vantar sýn og kjark. Nóg til af fjármunum í lífeyrissjóðum.


GK-93

Verkó og Así eru að gera eins mikið og þau geta í gegnum sín óhagnaðardrifnu félög. Alltaf hægt að bæta í. En það er miskilningur að verkó stjórni lífeyrissjóðunum eða þeim peningum serm þar eru.


Kjartanski

Ragnar Þór er alltaf að tala um hvað það er fáranlegt hvað stéttarfélögin hafa litið vald yfir lífeyrissjóðunum, sem nb atvinnurekendurnir sem “borga” í sjóðinn hafa feykivel nýtt sér í fjarfestingar


ButterscotchFancy912

Fyrirsláttur. Asi og rest eru ekki starfi vaxinn.


GK-93

Así er byrjað að grotna niður eftir að Drífa fór þaðan.


Skratti

Háir vextir hægja á framkvæmdum Skortur á nýju húsnæði hækkar vexti og verðbólgu Hring eftir hring eftir hring eftir ………..


ulfhedinnnnn

Meðalaldur Íslendinga er 40 ára og 73% af landsmönnum eru húseigendur. Meirihluti kjósenda því græða í raun á hækkunum í húsnæðismarkaðnum, þar sem að dýrasta eign þeirra verður virði enn meira. Ný húsnæði verða því aldrei byggð, þó að það sé gríðarlega mikill eftirspurn.


Kjartanski

Þetta er fölsk eignamyndun þvi um leið og þú selur þarftu að kaupa á sama bólgna verði, nema þú sert á leið inn á elliheimili eða úr landi


gamallmadur

Það væri kannski nóg af husnæði ef að 50.000 manns væru ekki búin að flytja hingað á síðustu 10 árum


Dirac_comb

Næs, sel á toppnum og drulla mér burt af þessu handónýta landi


gojarinn

Að selja á toppnum þýðir að selja aldrei, því verðið hækkar bara 😏


ZenSven94

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/09/thorpid_selur_skugga_a_hofdanum/ Að þetta sé hægt fær mig til að efast um framtíð Íslands


2FrozenYogurts

Mér finnst það í raun magnað hvað margir komast upp með að stunda lóðabrask, það skilar sér bara í hærra verðlagi á húsnæði.


stofugluggi

vá þegar ég las bara linkinn hélt ég að það væri verið að selja actual skugga


karisigurjonsson

Best væri að rífa Húsgagnahöllina, og byggja mega stórt háhýsi sem myndi uppfylla allt framboð eftir húsnæði. Judge Dredd kemur svo í heimsókn einu sinni í viku, til að stöðva glæpi og Villi Hagkaup mun hjálpa fólki að koma seint í vinnuna með Borgarlínunni.


Gudveikur

Það væri líklegra að það væri byggt í staðinn alvöru höll með síki fyrir Bjarna Ben og ættmenni til að hella niður heitri olíu úr.


SN4T14

Með risa ritgerð hangandi utaná sem útskýrir af hverju hann vissi ekki af þessu, gerði ekkert rangt, og þessi höll er í raun VG og framsókn að kenna.


Kjartanski

Ég meina stóra blokkin í Breiðholti á sinum tima gat hýst Stokkseyri í heild sinni. Við þurfum fleiri blokkir, svona 50 stykki núna takk, og 300 í viðbot fyrir 2030, eins oraunhæft og það er að það verði einhverntimann byggt nálægt þörfinni


2FrozenYogurts

Ekki versta hugmyndin


GoldMedalist

Byggingaraðilum vantar lóðir sem hafa verið ákveðnar til uppbyggingar af sveitarfélögum. Þar er þetta að stoppa samkvæmt byggingaraðilum. Á sveitarfélögum


DTATDM

Hætta að banna byggingu íbúða með: * Lóðum fráteknum fyrir einbýlishús. * Lóðum fráteknum fyrir atvinnuhúsnæði. * Frátekið svæði fyrir tóma garða í nýju fjölbýli. Eins og borgin talar um að þétta byggð þá bannar hún fyrirtækjum að þetta byggð af [ótrúlegustu ástæðum](https://www.reddit.com/r/Iceland/comments/12wflx8/comment/jhen1t9/?utm_source=share&utm_medium=mweb3x&utm_name=mweb3xcss&utm_term=1&utm_content=share_button).


Einridi

Vandamálið er ekki að það vanti land og að fórna góðu borgarskipulagi fyrir það væri bara að bæta öðru framtíðarvandamáli ofan á hrúguna. Stóra vandamálið er fjármagnskostnaður, að byggja upp innviði tekur langan tíma og háir vextir takmarka þess vegna getu sveitafélagana til að byggja þá nema að þau hækki lóðaverð á móti. Mögulega gætum við farið leið sem farin á sumum stöðum í bandaríkjunum þar sem á ákveðnum svæðum sér fólk/fyrirtæki um að byggja sína eigin innviði að miklu leiti, enn þar sem það hefur verið reynt hér með uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í frístundarbyggð hefur fólk verið fúlt yfir því að fá ekki sömu þjónustu og aðrir.


DTATDM

Það er ekki gott borgarskipulag að viðhalda bílastæðum, skrifstofuhúsnæði, og byggð frátekinni fyrir einbýlishús. 'Upzoning' hefur tekist vel í Nýja Sjálandi og engin ástæða til þess að halda að einhverjir sér-islenskar aðstæður komi í veg fyrir að það virki hér. Vextir voru mjög lágir í næstum áratug svo það er skrítið að tala um að þær utanaðkomandi aðstæður hafi stöðvað sveitarfélög í innviðafjárfestingu.


Einridi

'Upzoning' er nákvæmlega það sem Reykjavík hefur verið að stefna að síðustu ár undir íslenska orðinu þétting byggðar. Enn sú breyting er samt háð nákvæmlega sömu takmörkunum vegna innviðaruppbyggingar eða skorti þar á. Þar hefur alls ekki hjálpað til að ríkið hefur gert allt sem í þess valdi stendur til hægja þar á. Ef þér finnst stýrivextir uppá ~5% lágir þá held ég að við verðum bara að vera ósammála um það.


DTATDM

Stefnan í orði en ekki á borði. Praktískt upzoning yrði t.d. að segja að það mætti byggja þrí-/fjórbýli á öllum lóðum, eða að leyfa byggingu fjölbýla án þess að vera með eitthvað garðalágmark, eða að samþykkja byggingu íbúða í sérhverri lóð samþykkt fyrir atvinnuhúsnæði.


Einridi

Aftur í þriðja sinn að henda borgarskipulagi útum gluggan er bara að búa til vandamál fyrir framtíðina. Það þarf að byggja upp innviði fyrir öll þessi hús, ef þú gefur öllum laus böndin að byggja einsog þeir vilja er engin leið að plana hversu mikið þarf og hvar. Það er auðvelt að henda fram einhverjum orðum enn það marklaust ef þú skoðar ekkert vandamálin sem það skapar.


DTATDM

Þó hefur það gengið í Nýja Sjálandi að leyfa hreinlega byggingunni þrí- og fjórbýla á öllum lóðum sem eru samþykktar fyrir húsnæði. Þó gengur það í eldri hlutum bæjarins að vera með fjölbýli an þess að vera með þessa flenni garða.


Einridi

Og kannski voru Ný Sjálendingar tilbúnir með innviðina fyrir það? Ef þeir hefðu bara fjölgað íbúum og breytt samsettningu þeirra einsog þú stingur uppá hefði allt farið í kerfi. Fólk þarf vatn, rafmagn, skólpkerfi, samgöngur, skóla og allt þetta hannað og smíðað miðað við ákveðinn íbúa fjölda og samsettningu. Það er síðan mun hægvirkara og dýrara að stækka veitu kerfi í hverfum þar sem fólk býr og vinnur nú þegar heldur enn að byggja upp frá grunni fyrir utan allt raskið.


Technical_Fee7337

Ég skil aldrei með tilgangurinn fyrir tóma garða í fjölbýli


Comar31

Það verður lítið gert. Með tíma fer boomer kynslóðin að hverfa. Þegar þeir deyja verða margir sem erfa og það léttir á þessum húsnæðisskorti. En þá verður matvælaverð og vöruverð svo hár því miðbaugur er að grillast og heimurinn er að díla við eftirköst af WW3 og Covid 4. Múgurinn er sefjaður og treystir algjörlega á AI guðinn. Geimverur koma með sinn eigin AI guð. Stríð á himnum. Lúpína erfir Ísland.