T O P

  • By -

misssplunker

Nokkrar góðar/jákvæðar fréttir seinustu daga: Helga Rakel fær loks að prófa lyf sem talið er getað hægt að framgangi MND: [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-15-helga-rakel-faer-lyfid-sem-hun-hefur-barist-fyrir-ad-profa](https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-03-15-helga-rakel-faer-lyfid-sem-hun-hefur-barist-fyrir-ad-profa) Spáð lækkandi verðbólgu í mars: [https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/16/spa\_ad\_verdbolgan\_laekki\_i\_mars/](https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/03/16/spa_ad_verdbolgan_laekki_i_mars/) Laufabrauð og sundlaugamenning lagt fyrir skráningu á heimsminjaskrá UNESCO: [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/15/samgroin\_thjodarsalinni/](https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/15/samgroin_thjodarsalinni/) Skemmtileg frétt um árangur 11 ára stúlku, Alisu, frá Úkraínu sem vann verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku: [https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-03-15-fannst-islenskan-erfid-i-byrjun-en-stendur-nu-framar-morgum-jafnoldrum-sinum](https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-03-15-fannst-islenskan-erfid-i-byrjun-en-stendur-nu-framar-morgum-jafnoldrum-sinum) Sá tjalda um helgina og sum trén eru komin með brum - það fer því að styttast í blessað vorið Neil Gaiman er svo að koma til landsins í nóvember og þá verður allt komið í gott stand: [https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/03/16/neil\_gaiman\_a\_leid\_til\_islands/](https://www.mbl.is/folk/frettir/2023/03/16/neil_gaiman_a_leid_til_islands/)


Kassetta

Þar að auki [Ís­lenskt mál­tækni­fyrir­tæki í sam­starfi við OpenAI um GPT-4](https://www.visir.is/g/20232389579d/is-lenskt-mal-taekni-fyrir-taeki-i-sam-starfi-vid-openai-um-gpt-4)


[deleted]

Miðeind er klárlega fyrirtæki ársins. Þvílíkt kúl verkefni sem þeir hafa verið að vinna síðustu ár.


erlingur

Mér fannst einmitt GPT-4 taka frekar miklum framförum í íslenskunni miðað við 3.5. Huglægt mat en samt sem áður.


Palliorri

Hvernig öðlast maður aðgang að 4?


erlingur

Þarft að borga 20 dollara á mánuði fyrir ChatGPT Plus :)


Palliorri

Áhugavert, hvar sér maður það? Ég sá bara greinar um kauða og hvergi leið til að sækja um áskrift


Kolbfather

Takk 🙏


Armadillo_Prudent

Allt sem þú nefnir, nema kannski laufabrauðið og sundlaugarnar, er einstöku fólki að þakka, ríkistjórnin og samfélagið hafa ekki hjálpað neitt við þetta. OP hefur alveg rétt fyrir sér, samfélagið hérna í heild er orðið rotið, við eigum ekki lengur skilið að vera sett í sama flokk og hin Norðurlöndin.


llamakitten

Ég held að fólk sé aðeins að láta fréttaflutning undanfarinna daga og samfélagsmiðla (svo ekki sé minnst þennan harða, skítkalda ógeðslega vetur) hafa of mikil áhrif á sig. Við erum orðin ansi góðu vön hérlendis. Þegar ég var að alast upp var bullandi verðbólga, fólk bjó í hálfkláruðum húsum með rússneskum ljósaperum í mörg ár og það þótti ekkert sérstaklega athugavert. Á meðan spyrja börnin mín mig hvort við séum fátæk ef við erum ekki að fara til Tene í janúar eða ef mér finnst ekki tímabært að kaupa rafmagnshlaupahjól fyrir krakka undir 10 ára aldri. Auðvitað höfum við öll það ekki jafn gott. Mér finnst vera að skapast alltof mikil gjá á milli þeirra sem hafa efni á eigin húsnæði og þeirra sem hafa það ekki og það er áhyggjuefni. Það verður til áberandi skipting í þjóðfélaginu á milli þeirra sem geta lagt til hliðar í formi húsnæðis á meðan aðrir sem greiða jafnvel hærri hluta tekna sinna fyrir húsnæði/leigu ná ekkert að leggja til hliðar. Þar sem ég þekki ágætlega til heilbrigðiskerfisins þá finnst mér fólk stundum tala eins og það hafi enga reynslu af heilbrigðiskerfum erlendis. Það er hvergi rekið fullkomið heilbrigðiskerfi í heiminum. Sums staðar er betra aðgengi að ákveðinni þjónustu en hér en kerfið hérna er á margan hátt betra en víða annars staðar. Við mættum auðvitað nota minna af geðlyfjum og taka þátt í að niðurgreiða sálfræðiþjónustu (sálfræðiþjónusta fyrir börn er niðurgreidd) en ég held að lega landsins og óþolinmæði þjóðarinnar sé helst um að kenna að við notum alltof mikið af lyfjum.


Professional-Neat268

Ég er að verða pabbi. Spennandi stuff. En já helvítis fokking fokk hef ég heyrt áður sem nær utan um það sem þú segir.


OldMango

Til hamingju maður, þú verður að fara hressa þig upp í pabba brandarum, officially certified


derpsterish

Innilega til hamingju, varð sjálfur pabbi á dögunum. Gleðin og hamingjan er ómæld. Ekki trúa öllu sem þú heyrir um þreytu, svefnleysi ofl., þú verður þreyttur en þú hættir að finna fyrir því þegar þú horfir á krílið. That said - skiptið með ykkur vöktum á nóttunni. Ekki vera smeyk um að gera eitthvað vitlaust - þið gerið bara ykkar besta og meira getið þið ekki.


J0hnR0gers

Til hamingju. Engu líkt það ævintýri maður. Njóttu hvers augnabliks. Mæli 100% að vera mánuð í það minnsta heima til að byrja með. Geggjaður bonding tími með móður og barni. Geggjað að kúra í sófanum með nýfæddu barni meðan mamman leggur sig <3


mannenavstaal

De er alltid velkomne tilbake i kongeriket Noreg <3


Skari7

So you can leave us for that homewrecker sweden again while you leave us alone with our psychotic stepmom denmark?


Legitimate_Egg3

Haha, I've said so many times that I don't feel like Iceland is capable of being independent. Someone told me that after the financial collapse in 2008 some people were thinking we should become a part of Norway but Norway was like: "..no thanks"


wifecloth

Já takk


steypa

Jeg forstår ikke godt liv og frihet


Hphilmarsson

prøv det, var verre flyttet tilbake til Island


Rude-Influence4121

Ég er að verða pabbi, annars er voða lítið gott að gerast


J0hnR0gers

Til hamingju!


SunLimp6610

>allir aurar eru hirtir af öldruðum ayy góður En í fullri alvöru, þá held ég að þú sért mögulega að ýkja hið neikvæða og draga úr því jákvæða. Flest, ef ekki allt, sem þú nefnir er vandamál sem flest sambærileg samfélög eru að kljást við. Þrátt fyrir það heldur lífið áfram að ganga sinn vanagang -- fólk útskrifast, nær ýmsum persónulegum markmiðum, verður ástfangið, eignast börn, eignast fasteign, leigir sumarbústað, fer í útilegu með börnin, fer erlendis að skoða kastala og furðuleg söfn löðrandi í sólarvörn, hlær, grætur, lendir í áföllum og vinnur úr þeim, eignast barnabörn, borðar góðan mat, ver góðum stundum með vinum, o.s.frv. Lífið er erfitt. Það er partur af því að þroskast að öðlast skilning á því að flestir sem þú umgengst búa yfir ýmsum vandamálum, erfiðleikum, og áföllum -- oft á tíðum nokkuð alvarlegum. Eins kjánalega og það kann að hljóma þá er lausnin að einbeita sér að hinu jákvæða, og gera sitt besta við að hleypa aðeins hinu neikvæða að í viðráðanlegum skömmtum. Ég myndi halda að þú hafir opnað gluggan aðeins of mikið, og ættir að loka honum aftur og hækka í ofninum.


Ruglukollur

Þetta. Fjölmiðlar lifa á klikkum í dag og neikvæðar og sláandi fyrirsagnir fá einfaldlega fleiri klikk. Þetta er vítahringur og sjálfskaparvíti, algjört confirmation bias þar sem fólk er matað á neikvæðum fréttum og verður sjálft neikvæðara. Ef þú talar við fólk í kringum þig þá er fullt af jákvæðu að gerast, þessi verðbólga er ekkert miðað við vandamálin sem fyrri kynslóðir þurftu að eiga við, þeir sem fæddust fyrir rúmri öld fóru í gegnum WW1, spænsku veikina, frostaveturinn mikla 1918, stórt kötlugos 1918, kreppuna miklu, WW2, kalda stríðið, óðaverðbólgu, Heimaeyjargosið o.s.frv. TL:DR Þetta reddast, lífið er ekki og hefur aldrei verið dans á rósum, spurðu bara fólk í Úkraínu eða stelpur í Afghanistan.


Legitimate_Egg3

En þess vegna spurði ég, til að heyra um eitthvað jákvætt því upplifunin er sú að við séum að drukkna í vandamálum. Mér finnst samt leti að draga úr því sem þarf að laga á Íslandi með því að draga upp seinni heimstyrjöld eða lífið í Afghanistan sem samanburð, við getum alveg verið ósátt við stöðu málaflokka og viljað betra samfélag þó vissulega megi konur keyra á Íslandi og við séum ekki með Adolf Hitler í ríkisstjórninni.


gurglingquince

Sammála. Finnst magnað hvað margir halda að vandamálin sem Íslendingar glíma við séu séríslensk, að lífið sé alltaf dans á rósum alls staðar annarsstaðar og enginn þurfi að hafa fyrir lífinu.


Ruglukollur

Getur einhver bent mér á tímapunkt í Íslandssögunni þar sem þjóðin hafði það betra? Var einhverntíman betra aðgengi að betri heilbrigðisþjónustu? Var menntun betri á eihverjum öðrum tímapunkti? Hafði fólk betri og meiri réttindi í gamla daga? Var kannski bara allt betra fyrir metoo þegar allt var þaggað niður og menn komust upp með allan fjandann? Var allt betra fyrir internetið þegar spilling og svik grasseraði og auðvelt að komast upp með? Var allt betra fyrir farsíma og ekki hægt að vera í sambandi við vini og ættingja um allan heim? Var vega- og samgöngukerfið betra á árum áður? Var auðveldara að skreppa til Tene í gamla daga? Í alvöru, getur einhver sagt mér hvenær staðan var betri fyrst allir eru svona neikvæðir?


UbbeKent

2005


Ruglukollur

Lognið á undan storminum. Vissulega fínn tími, en ég mundi frekar vilja fá krabbamein í dag heldur en 2005, læknavísindunum hefur fleygt mikið fram á þessum tveim áratugum. Vegakerfið er líka orðið miklu betra, mun fleiri malbikaðir vegir og færri einbreiðar brýr. Auk þess er miklu meira öryggi í dag að ferðast um landið með farsímasamband nánast allsstaðar. Aðgengi að upplýsingum er miklu betra í gegnum internetið í snjallsímanum í vasanum og ég tala nú ekki um utanlandsferðir, 2005 var mun dýrara að fara erlendis. Og þó að stjórnmálin séu ekkert frábær núna þá voru þau enn verri árið 2005 þegar Dabbi kóngur og Halldór Ásgríms stjórnuðu landinu með Finn Ingólfs sem skuggastjórnanda.


islhendaburt

Læknavísindunum sjálfum hefur kannski farið fram síðan 2005, en álagið og þreytan í heilbrigðiskerfinu er þeim mun verra núna. Það eru alveg betri meðferðir í boði núna við krabbameini, en á móti kemur að það er búið að gerast of oft að fólk fái greininguna of seint til að það gagnist, því starfsfólk heilbrigðiskerfisins er allt á yfirsnúning og korter í burnout.


gnarlin

> færri einbreiðar brýr Það eru ekki það mörg ár síðan ég keyrði hringveginn síðast og ég gerði það að litlum leik að reyna að telja allar einbreiðu brýrnar á leiðinni. Ég gafst upp á að telja. Það er ennþá fáránlega langt í land með að klára að skipta út öllum einbreiðu brúunum á Íslandi. Ég efast stórlega um að það sé neitt langtíma plan um það né að það klárist á mínu æviskeiði.


UbbeKent

Kannski í orði en ekki á borði. Voðalega ónýtt að geta læknað krabbamein ef það er svo mikið álag að það greinist allt of seint. Ég bý úti og get vottað fyrir það að vegakerfið á íslandi er hræðilegt, sem er held ég svo það verði auðveldara á fólk með í að einkavæða það(rétt eins og spítalana). Svo er fólk alltaf í símanum þegar það er að keyra svo örrygið ríkur út um gluggann. Utanlandsferðir, kannski sólarstrendur með tilheyrandi þjófnaði og matareitrunum sem eru ódýrar en að heimsækja stórborgir er ekki þess virði lengur, löngu sprungnar af túrisma og allur sjarmi farinn. Blái kolkrabbinn var mjög slæmur en don Bjarni og neo líberarnir eru mun verri. ​ plús ástandið í heimunum.


11MHz

Hvernig voru réttindi transfólks árið 2005?


UbbeKent

Grunar að þér sé skítsama um transfólk en held að ástandi hafi ekki batnað fyrir það, ef það hefur ekki beinlínis versnað með uppgangi öfgahópa. Það eru ekki lögin sem eru svo mikilvæg heldur hver "túlkar" þau og því miður of margir gamlir karlar með kristinlegt "siðgæði".


HUNDUR123

Halló whataboutisim!


11MHz

Nei. Transfólk er hluti af þjóðinni.


Vitringar

Varist... pc jarðsprengja á ferð


gojarinn

Ég held að þetta sé akkúrat málið. Það lítur allt út fyrir að vera í rúst vegna þess að það eru allir, alls staðar, að kvarta yfir hinu og þessu (sbr. spítalinn, skólar o.fl.). Heyrist lítið á þeim stöðum þar sem vel gengur á, sem lætur hlutina líta út fyrir að vera alls staðar í rugli - sem er auðvitað ekki málið.


always_wear_pyjamas

Flutti til útlanda fyrir nokkrum árum. Veit ekki hvort það sé svo mikið betra þar, en stór munur er allavega að vera ekki inní þessum vítahring neikvæðra frétta. Veit ekkert um spillingu og hagstjórn í landinu sem ég bý í, og hef litlar áhyggjur af Íslandi, og það er fokkíng næs.


Legitimate_Egg3

Það er reyndar góður punktur. Bjó einu sinni erlendis og vissi ekki rassgat hvað var í gangi, og það var mjög þægilegt.


styrkarsson_proppe

Held að þér myndi kannski líða aðeins betur ef þú hættir einfaldlega að lesa fréttir og samfélagsmiðla. Mikill hluti af því sem þú nefnir er afleiðing efnahagsástands sem er (að mínum dómi) bein afleiðing mjög hörkulegra viðbragða við COVID og mun taka einhvern tíma að vinda ofan af. Að því sögðu finnst mér oft mjög miklu púðri varið í að agnúast yfir öllu. Margt má betur fara og þarf reyndar að fara betur, en margt er líka alveg ágætt. Fullt af fólki getur keypt sér húsnæði þó margir geti það ekki og að mér vitandi hefur ekki enn þurft að bera fólk út úr húsnæði sínu í stórum stíl þó sagt sé að margt fólk hafi tekið óskynsamleg lán á síðustu tveimur til þremur árum. Að einhverju leyti er akkúrat sú staðreynd merki um það að margir hafa það gott. Þeir sem hafa það skítt kvarta, sem er skiljanlegt, en kannski er það stundum aðeins of djúpt í árinni tekið þegar það berst manni til eyrna um gjallarhorn hneykslunar-mekanisma alnetsins. Margir mega ekki heyra á það minnst að draga aðeins úr neyslu þegar herðir að, en það getur alveg verið skemmtilegt verkefni að stíga ölduna þangað til rofar aftur til. Ef þú ert í þeim (stóra) hópi fólks sem hefur tök á að draga aðeins saman seglin hvet ég þig til að gera það að einhverju leyti og líta á þetta ástand sem tímabundna efnahagslægð sem tekur enda, því það er það sem þetta er að mestu leyti. Ef þú ert ekki í þessum hópi hefur þú alla mína samúð, en þá hvet ég þig einnig til að hafa hugfast að þetta ástand mun að öllum líkindum taka enda á fáum árum eins og þær efnahagslægðir sem hafa gengið yfir til þessa.


gojarinn

Geggjað comment og mjög vel orðað.


gunnsi0

Blessaður, Kristinn stuð


daggir69

Ég hef það bara fínt með því að gera eftirfarandi. Eiga ekki kreditkort Eyða bara 10% af launum mínum í félagslíf Kaupa ekkert á dreifgreiðslu. Lesa ekki of mikið af fréttum. Á kanski ekki við alla en hefur virkað fyrir mig


hremmingar

Það er vel hægt að sjá á kommentum hérna hverjir eru með yfir milljón í laun


No_Animator5766

Nkl það sem ég hugsaði 🤣 það virðist eins kommentakerfið hérna sé ríkjandi af miðaldra pöbbum sem eru fyrir löngu síðan búnir að kaupa sér sína fyrstu fasteign, upplifa fullorðinsár árið tvöþúsund og fokking fimm og með yfir milljón krónur á mánuði. Ég held að hljóðið í þeim væri kannski aðeins öðruvísi ef þeir væru með 360þ eftir skatt.


Gaius_Octavius

Heh, já. Ekki frá því það sé rétt hja þér.


[deleted]

Fer eftir hvern þú berð þig saman við. Ísland er jákvætt land í samanburði við 90% af heiminum. Húsnæðismál eru í rugli í öllum vestrænum ríkjum. Heilbrigðiskerfin sömuleiðis eftir covid. Fólk sækir enn í að flytja hingað til að vinna í miklum mæli. Það væri klárlega ekki að koma hingað ef ástandið væri ömurlegt. Fjölmiðlar hafa engan hag af því að sýna björtu hliðarnar.


potatocar101

Það iðnaðar nemum fer fjölgandi, mjög jákvætt að það sé fjölgun á þeim því að allar iðnstéttirnar hafa nokkuð lengi verið að minnka á Íslandi. (T.d er meðal aldur smíða hærri en meðal aldur húsa á Íslandi) Með fjölgun á iðnaðar mönnum stækkar millistéttin og er auðveldara að byggja húsnæði


Kiwsi

En þetta vill ekki xd bara fá ódýrt erlent vinnuafl


potatocar101

Ha? Fólk sem er að læra í iðnskólanum er iðulega innlent. Aukþess þá er ekki erlenda vinnuaflið nálægt því að vera nóu, sem sést á því að það er skortur í öllum stéttum. Að byggja upp íslenska iðnaðar þekkingu er jákvætt á alla kanta.


elkrisspy

Staðan virðist dapurleg núna, en ef við getum komið okkur úr þunglyndisþokunni sem er í heilunum okkar og unnið saman til að gera betri framtíð, þá er sú framtíð hugsanlega möguleg! Fyrsta skrefið væri að flytja inn svona gálgastokk frá frakklandi fyrir ✨️sjallana✨️ og þá erum við svona 50% komin! :D


pallirocks1

Heyr heyr!


pildurr

Gaman að segja frá því en af ofantöldum ástæðum hef ég akkúrat ákveðið að hætta í háskólanum og flytja út. Þar get ég fengið ágætis laun með iðnmenntuninni minni og svo sólarljós og ferska ávexti fyrir geðheilsuna.


Godzilla600

Hvert mælirðu með að flytja?


pildurr

T.d. Spánar, Portúgal eða Ítalíu. Mallorca og Azores eyjar heilla mig líka rosalega, en mig langar að upplifa meginlandið áður en ég fer að hoppa milli eyja.


Bjartur

Ég er ekki ókritískur á ástand þjóðfélagsins en það er vert að minna sig á að við búum samt sem áður í einu ríkasta, friðsælasta, frjálsasta og (ótrúlegt nokk) jafnasta samfélagi í heimi. Experience may vary, og maður fókusar náttúrulega bara á vandamálin fyrir framan sig, en allir sem hafa eytt tíma í eða jafnvel búið í talsvert fátækari löndum átta sig fljótlega á hve mikil forrétindastaða það er að hafa fæðst á þessari eyju. Það er allavega fulldjúpt í árina tekið að lýsa ástandinu hér á landi sem dystopísku, skoðaðu fréttaflutning af því hvað er í gangi á Haíti t.d.


nemanjoza946

Struggles my dear Icelandic friends? What I managed to gather from translations, you are having issues with your healthcare system? And prices of real estate? Looks like there are no corners of the world where you can be safe from these trends.


harassercat

It's just cynical whines and complaints in my opinion, you're not missing out on much by not understanding it.


Drains_1

Sem faðir sjálfur þá er ég hjartanlega sammála þessu öllu, ríku verða ríkari og það gilda önnur lög og reglur um þá en okkur hin. Allt sem heitir lýðræði er löngu dautt hér, við höfum ekkert val nema bara sömu siðblindu einstaklingana sem vinna bara í eigin hag og hafa ekki hag okkar í brjósti. Og þetta gera þau fyrir framan augun á okkur öllum og alltof margir taka lygum og kjaftæði frá þeim sem góðu og gildu. Mér kvíðir fyrir lífi stráksins míns og barnabörnum seinna meir Yfirvaldið vill að almenningur ströggli, þá erum við of upptekin að survive til að sjá hvernig er farið með okkur. Það þarf að endurskoða hvernig allt þetta er hérna á þessari eyju, ég vona að þetta breytist til hins betra, en hef ekki mikla von um það lengur.


dev_adv

Á sama tíma búum við í einu besta landi í heimi uppá lífsgæði og jöfnuð. Gerðu ráð fyrir því að ekkert geti breyst nema þínar eigin áherslur og stýrðu skipinu þínu þangað, þú verður aldrei hamingjusamur hugsandi um það sem aðrir gera.


Drains_1

Akkúrat, gæti ekki verið meira sammála þér (Hvaða jöfnuð ertu að tala um samt? Held ég sé með eitthvað brainfart yfir þessu orði lol) Eina sem maður getur gert er að vera betri manneskja sjálfur og að benda á og gangrýna það sem þarf. Vonandi hef ég ekki virkað eins og ég hati þetta land eða eh þannig, ég elska þetta land og myndi ekki vilja búa neinstaðar annarstaðar, en á sama tíma er leiðinlegt að sjá bæði spillinguna, siðleysi og vanhæfnina hjá þeim sem stjórna þessu landi og mér finnst það löngu farið úr böndunum.


dev_adv

Jöfnuður er bara hugtak yfir hversu jafnir mismunandi einstaklingar eru. Ef þú velur tvo einstaklinga af handahófi að þá eru hvergi meiri líkur á að þeir séu svipaðir og á Íslandi, það er hvergi minni munur á ríkasta einstaklingnum og fátækasta einstaklingnum. Ef við miðum við heimsmælikvarða, eða jafnvel bara vestræn ríki að þá er nánast enginn fátækur á Íslandi, og nánast enginn ríkur. Lífsgæðin dreifast mjög jafnt samanborið við öll önnur lönd. T.d. Þó einhver eigi tvöfalt meira en þú að þá mætti leiða líkur á að hann ætti þrefalt meira en þú ef þið væruð frá öðru landi, og ef einhver á helmingi minna en þú að þá ætti hann líklega enn minna annarstaðar. Það er hlutfallslega minni spilling, vanhæfni og siðleysi hérna heldur en í öðrum löndum líka. Við erum bara svo lítið land og með aðra linsu en þá sem við notum á útlönd. Það er t.d. öllum sama þó að eitt smáfyrirtæki í Svíþjóð sé selt á 2% undir markaðsvirði þar sem kunningi seljandans keypti fyrir 5 milljónir. Ekki einu sinni fréttnæmt erlendis. Eins og einn kommentaði hérna búandi erlendis, hann hefur ekki hugmynd um efnahags- eða innflytjastefnuna í landinu sem hann býr í, því hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Stærðarhagkvæmnin í útlöndum sér til þess að það er auðveldara að finna sér þægilegan farveg, það eru ekki bara 5 íbúðir og 1 borg í boði. Grasið er ekki grænna hinummegin, nema þá bara útaf veðrinu. :)


Drains_1

Já ég var bara ekkert að tala um að grasið væri grænna hinu megin, bara að benda á það sem er vanhugavert hér og ég er bara alls ekki sammála öllu sem þú segir, það er gríðarleg stéttaskipting hérna og ógeðslega mikil spilling, það sjá hana bara því miður ekki allir, en to each their own.


dev_adv

Gríðarlega mikil stéttaskipting, og sú minnsta í heiminum? Ekki algjör þversögn, en samt erfitt að sjá þetta sem vandamál hérlendis. Það fara öll börn í sömu skólana, allur tekjuskalinn býr í öllum hverfum, kennarar fara á sömu strendur Tene með forstjórunum. Ef þú tekur hvaða hóp sem er að þá umgengsr hann að töluverðu leyti alla aðra hópa. Hvaða stéttaskiptingu sérðu hérna án þess að finna til einhver alveg öfgakennd sjálfskaparvíti?


Drains_1

Og sú minnsta í heiminum? Ég sagði það bara aldrei, vinur þú ert að rífast eh við sjálfan þig, ég nenni ekki einu sinni að lesa meira af þessari vitleysu. Ættir kanski alvarlega að skoða við hvaða aðstæður mjög margir búa við hérna, þú ert greinilega clueless með það, jájá börn i sama skóla, en mikið af börnunum þar búa við hræðilegar aðstæður, þú meikar ekki mikið sens vinur. Eigðu góðan dag!


dev_adv

Þú ert ekki að misskilja, þú sagðir það ekki. Það bara er minnsta stéttaskipting í heiminum hérna á Íslandi. Það má leiðrétta það ef það er rangt, en ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál, í versta falli erum við nálægt toppnum. Það skiptir ekki máli nema að því leytinu að þér þykir stéttarskiptingin mikil, þannig að þá er spurning hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu. Það er alveg rétt að sumir hérlendis eiga bágt, en það þýðir ekki að það sé einhver þrúgandi stéttaskipting. Það eru einstök dæmi og almennt sjálfskaparvíti eða öfgakenndar félagslegar aðstæður sem einkenna enga heila stétt hérna á Íslandi.


Drains_1

Þó hún sé sú minnsta i heiminum þá réttlætir það bara akkúrat ekki neitt, ég líka bara efast um að það sé raunverulega rétt, en það er hvorsemer bara algjört aukaatriði og villir bara um í þessari þörfu umræðu. Við búum í forríku landi með ótrúlega mikið magn af náttúrulegum auðlindum og samt sveltur fólk og reynir að láta eh kling enda sér til 6. í mánuðinum og sveltir svo restina, það eru langt því frá allir í góðum málum hér. Hér ættu allir að geta verið ríkir ef að þessi ótrúlega spillta stjórn væri ekki alltaf að gefa auðinn okkar og ef hún myndi hætta að vinna á móti hag almennings. Þú greinilega ert nógu vel settur til að þekkja ekki fátæktina í þessu landi en hún er mikil samt sem áður.


dev_adv

Jæja, allt í góðu að vilja gera betur, en þér þykir það besta í heimi svona slæmt að þá verður þú alltaf óhamingjusamur. Landsframleiðsla hérna er um 850þ á mann, rétt rúm meðallaun í landinu. Það er ekki nein spillt stjórn sem heldur aftur af þér, þú stýrir eigin skipi, jafnvel þó að slæmar ákvarðanir yfirvalda kosti þig einhverja þúsundkalla í hverjum mánuði að þá hefur það ekki teljandi áhrif. Meðal Íslendingurinn er ríkastur allra samanborið við aðrar þjóðir. Það er nákvæmlega enginn sem sveltur á Íslandi nema fyrir eigin tilstilli og engri sjálfsbjargarviðleitni. Það er enginn á Íslandi sem þarf að vera svangur eða í hættu staddur ef viðkomandi leitast eftir og þiggur þá hjálp sem er í boði. Það að það séu til fátækir einstaklingar á Íslandi er ekki merki um að Ísland sé óréttlátt. Það er fullkomlega gilt sjónarmið að þú viljir hjálpa meira, en það er mjög ósanngjarnt að láta eins og að hér sé engin hjálp í boði og allt óréttlátt þegar við bjóðum uppá jafnasta samfélag veraldar.


Foxy-uwu

Já, mér líður orðið pínu betur af geðlyfjum, það er kannski ekki mikið en ég er á Íslandi. Þar að auki þá fer að koma sumar, það verður svo yndislegt að fá sumarið. 🦊 Hausinn á mér er svo tómur og er orðin svo móttækileg engar truflanir, þessi ró og þögn sem hefur komið yfir mig fær mig til að hugsa að mögulega er von um að ná að lifa einhverju lífi. En jú ég mun aldrei eignast húsnæði og allt er einhvernveginn að fara í rugl svo ekki sé minnst að ástríða mín þykir ekki vinsæl á Íslandi. En þetta reddast, ætla að reyna að vinna í að gera heiminn betri en ég er reyndar ennþá þar að ég er samt rosalega kvíðin og þunglynd en bara þessi þögn er svo skrýtin bara vá hvað allt er skýrt fyrir mér núna. Það má ekki einbeita sér að því neikvæða því þá verður allt neikvætt, reddast allt vera bara jákvæð þú veist. 🦊


[deleted]

Alveg sammála OP. Er kominn á þann stað að flytja úr landi. Aðallega útaf veðri, verði og kerfi.


Saurlifi

láttu okkur vita ef þú finnur betri stað


[deleted]

Meh grasið örugglega jafn saurugt hinum megin.


svth

Talandi af reynslu, þá er asskoti gott að búa í Berlín. Sakna míns tíma þar oft -- og þá sérstaklega þegar ég fer í súpermarkaðinn að versla og tárast yfir okrinu hérna heima.


svh23

Bingó. Mesta real talk sem ég hef sèð, takk.


Sinep_Tnaig

Hætta bara fylgjast með fréttum, þá minnkar allt það neikvæða í kringum mann um 60%, lágmárk.


Brolafsky

Heilbrigðiskerfið, sérstaklega geðheilbrigðiskerfið, eru í fokkin' molum. Það er alveg rétt. Nýlega var einn af þeim ör, örfáu geðlæknum sem við höfum hérlendis að missa starfsleyfið sitt (reyndar fyrir að brjóta lög og reglur) en það breytir miklu á þessum ógeðslega agnarsmáa markaði, svo þar grennist 'laugin' af mögulegum geðlæknum. Ríkið þarf að fara að fokking sponsora ungt fólk í geðlæknanám, og mér er bara fúlasta alvara, það hefði helst átt að vera farið af stað fyrir 10 árum eða meira. Eins verður að lækka eða tæta núverandi framfærsluviðmið. Það gengur ekki upp að ríkið og/eða bankarnir séu með eitthvað svona lágmark sem öryrkjar komast ekki í. Þetta er ekkert annað en fjárhagsleg mismunun. Við ýtarlega skoðun, þá stemmir það t.d. bara alls ekki að einhleypur öryrki á þrítugsaldri, sem er skuldlaus geti ekki keypt sér fasteign upp á 25-35 milljónir án vandræða. Með réttu líferni ætti aðilinn auðveldlega að hafa færi á þeim "lúxus" sem er orðinn að þéna nógu djöfulli-fokking mikið til að fá að taka þátt í þeim klíkuskap.


Chadiccus

Það er að koma sumar


glanni_glaepur

Ef ég væri þú þá myndi ég taka mér smá pásum frá fréttum í smá tíma og finna mér eitthvað annað til að dunda mér við. Allar þessar neikvæðu fréttir geta gert mann verulega þunglyndann. Plús, jákvæðar fréttir seljast ekki.


nafnlausheidingi420

Mér finnst alveg eins líklegt að það sé jákvætt að við notum mest af geðdeyfðarlyfjum. Við erum kannski ekki með eins mikla fordóma gagnvart þeim og aðrir, og kannski betra aðgengi að þessu formi af heilbrigðisþjónustu en aðrir. Það að við notum meira af þessum lyfjum en aðrir jafngildir ekki því að við notum of mikið af þessum lyfjum. Kannski nota aðrir of lítið af þeim. Kannski þarf fólk meira af þeim á norðlægum slóðum. Kannski erum við bara að gera vel í þessum málaflokki.


Skari7

Geðlyf eru ekki endilega geðdeyfðar lyf. Með því að krydda þetta svona upp ertu bara að moka meira stigma á þetta. Annars er ekkert gott að fara gerastá næstunni. Haltu áfram að vinna 110% vinnu, borga leigu og horfa á idolið.


Legitimate_Egg3

Já rétt, klaufalegt orðalag. Ég er á kvíðalyfjum svo það var ekki planið að ýta undir stigma.


CheesesForJesus

Þetta er bara hárrétt athugun hjá þér. Það er korter í hrun og heimstyrjöld, fólk getur ekki borgað leigu, yfirvofandi verkföll, kaupmáttur minnkar með hverjum deginum og ég veit ekki hvað og hvað. Fyrir marga virðist eina leiðin úr súpunni bara vera að kála sér eða stunda skipulagða glæpastarfsemi. Maður fær það oft á tilfinninguna að það sé takmarkið hjá blessuðum ráðamönnum landsins að stíga á litla manninn, algerlega að þolmörkum, þangað til eitthvað smellur innra með og fjandinn verður laus. Ég er eiginlega mest hissa á því hvað Íslendingar láta þetta yfir sig ganga. Að fólk sé ekki duglegara að kjósa og mótmæla (hvað þá að gera uppþot) er mér hulin ráðgáta. Kannski er þessi hópur aumingja og vesælinga bara töluvert minni en ég geri mér grein fyrir því ég lifi sjálfur í honum. Tl;dr: fökk ðe sistem, ýt ðe rits.


fenrisulfur

Daginn er a lengja og ég er að byggja mér nýja tölvu, fyrir utan það Nje


Mekkin02

Ég er loksins að jafna mig á einhverri helvítis pest, finnst það ansi jákvætt.


coani

Bara skreppa til Tene, fá smá sól í búkinn, og þá verður allt í góðu!


Chespineapple

Minnihlutahópamál, en eftir að deildin hefur verið tóm í meiri en ár, þá er trans teymið loksins að reyna að taka sig saman og gera heilbrigðisþjónustuna einfaldari fyrir okkur. Heimilislæknar eiga að geta gert eftirfylgd og lesið í blóðprufur hjá okkur einhvern tímann á árinu, og fólk er að vera ráðið í full störf til að sinna okkur í staðinn fyrir að vera bara í hlutastarfi á hverjum mánudegi eða eitthvað. Það þarf enn að gera eitthvað með þetta bullaða "greiningarferli", en það er þó eitthvað að gerast.


FluffyTeddid

Ég meina, ég fékk vinnu um daginn, það er víst jákvætt